fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
433

Real Madrid reynir að láta stuðningsmenn félagsins gleyma Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir fjölmiðlar halda því fram að Real Madrid reyni sitt besta að eyða sögu Cristiano Ronaldo hjá félaginu, ef svo má að orði komast.

Ronaldo yfirgaf félagið síðasta sumar eftir níu ára dvöl hjá félaginu, Ronaldo taldi Real Madrid ekki meta sig og þau afrek sem hann hafði unnið fyrir félagið. Ronaldo er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Ronaldo vildi því fara en hann vann Meistaradeildina, þrisvar í röð með félaginu og var besti leikmaður liðsins öll árin.

Ronaldo átti ekki í góðu sambandi við Florentino Perez, forseta félagsins. Forsetinn taldi að Gareth Bale yrði stjarnan ef Ronaldo færi og Zinedine Zidane sagði upp störfum vegna þess. Real Madrid hefur hrunið eftir að Ronaldo fór.

Félagið hefur eftir mesta megni reynt að forðast það að fjalla um Ronaldo eftir að hann fór, félagið hætti að fylgja honum á samfélagsmiðlum um leið og hann fór. Það vakti athygli.

Þegar fjallað er um gamlar hetjur félagsins á vefnum þá er talað um Alfredo Di Stefano og Zinedine Zidane í stað þess að minnast afreka Ronaldo. Þá hefur félagið reynt að forðast það að fjalla um hann á sjónvarpsstöð sinni þegar farið er yfir gamla tíma.

Á vef félagsins er einnig reynt að forðast að birta myndir af Ronaldo þegar afrek síðustu ára eru rifjuð upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Það sem Sarri gerir í nánast hverjum einasta leik: Skilar litlum árangri

Það sem Sarri gerir í nánast hverjum einasta leik: Skilar litlum árangri
433
Fyrir 14 klukkutímum

Var besti varamarkvörður Englands að spila í kvöld? – Ótrúleg tölfræði

Var besti varamarkvörður Englands að spila í kvöld? – Ótrúleg tölfræði
433
Fyrir 17 klukkutímum

Nani í MLS deildina

Nani í MLS deildina
433
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Manchester United – Lukaku byrjar

Byrjunarlið Chelsea og Manchester United – Lukaku byrjar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið
433
Fyrir 22 klukkutímum

ÍA heldur áfram að styrkja sig – Marcus Johansson semur við liðið

ÍA heldur áfram að styrkja sig – Marcus Johansson semur við liðið