fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Goðsagnir Arsenal mættust í frönsku úrvalsdeildinni

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Patrick Vieira og Thierry Henry hittust á ný í kvöld er leikur Monaco og Nice fór fram í Frakklandi.

Vieira og Henry voru frábærir leikmenn á sínum tíma og voru saman hjá Arsenal er liðið var upp á sitt besta.

Henry er þjálfari Monaco í dag en Vieira er stjóri Nice. Leikur kvöldsins fór fram á heimavelli Monaco.

Eftir að hafa komist yfir á 30. mínútu missti Nice mann af velli undir lok fyrri hálfleiks með rautt spjald.

Monaco jafnaði metin snemma í síðari hálfleik áður en Allan Saint-Maximin fékk gullið tækifæri til að skora annað mark Nice úr vítaspyrnu.

Saint-Maximin klikkaði þó á vítapunktinum og lokastaðan í Monaco 1-1 jafntefli.

Monaco situr í næst neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti en Nice er í áttunda sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður