fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
433

Bielsa hélt óvæntan blaðamannafund: Hefur njósnað um öll lið deildarinnar

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds á Englandi, hélt óvæntan blaðamannafund í dag.

Bielsa komst í fréttirnar á dögunum eftir að hann viðurkenndi að hafa sent njósnara á æfingasvæði Derby.

Njósnarinn fylgdist með æfingu Derby degi fyrir leik liðanna í ensku Championship-deildinni.

Það er ekkert sem bannar það að lið njósni um andstæðinga sína en þykir óíþróttamannslegt á Englandi.

Bielsa er að þjálfa í fyrsta sinn á Englandi en hann var vanur að gera sömu hluti annars staðar í Evrópu og í Suður-Ameríku.

Talað var um að hann væri að segja af sér á blaðamannafundi dagsins en það reyndist ekki rétt.

Bielsa vildi þó aðeins halda þennan fund til að ræða njósnamálið sérstaklega. Hann vildi ekki að það yrði aðal umræðuefnið á blaðamannafundi morgundagsins fyrir næsta leik Leeds.

Hann staðfesti það að hann hefði njósnað um öll lið deildarinnar til þessa en Leeds er í efsta sæti deildarinnar og hefur gengið verið frábært.

Bielsa sagði þá enn fremur að það sem hann hefði gært væri ekki ólöglegt en viðurkenndi að allt sem væri ekki ólöglegt væri þó ekki rétt að gera.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Launahæsti leikmaður United á í erfiðleikum: Svona stíga alvöru leiðtogar upp

Launahæsti leikmaður United á í erfiðleikum: Svona stíga alvöru leiðtogar upp
433
Fyrir 15 klukkutímum

Það sem Sarri gerir í nánast hverjum einasta leik: Skilar litlum árangri

Það sem Sarri gerir í nánast hverjum einasta leik: Skilar litlum árangri
433
Fyrir 16 klukkutímum

Icardi fær ekki að semja við Juventus

Icardi fær ekki að semja við Juventus
433
Fyrir 16 klukkutímum

Ljungberg sendir Emery skilaboð: ,,Hann er tilbúinn“

Ljungberg sendir Emery skilaboð: ,,Hann er tilbúinn“
433
Fyrir 17 klukkutímum

Leeds sektað um risaupphæð

Leeds sektað um risaupphæð
433
Fyrir 18 klukkutímum

Nani í MLS deildina

Nani í MLS deildina
433
Fyrir 21 klukkutímum

Draumalið með leikmönnum United og Chelsea: Fleiri koma frá bláa liðinu

Draumalið með leikmönnum United og Chelsea: Fleiri koma frá bláa liðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið