fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
433

30 stuðningsmenn United reknir af Wembley

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni um helgina er Manchester United heimsótti Tottenham á Wembley.

Það var boðið upp á ansi skemmtilegan leik í London en United hafði að lokum betur með einu marki gegn engu.

Eins og búast mátti við þá voru mikil læti í stukunni en 3,000 stuðningsmenn United gerðu sér leið á leikinn.

Nokkrir af þeim fengu sér sæti á meðal stuðningsmanna Tottenham en það var aðallega gert til að búa til vandræði.

Ensk blöð greina frá því í kvöld að 30 stuðningsmenn United hafi verið reknir af Wembley fyrir að reyna að stofna til rifrilda og slagsmála.

Þessir stuðningsmenn fengu sér sæti á meðal heimamanna og þurftu öryggisverðir að vísa þeim burt á meðan leik stóð.

Í gær var greint frá því að Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, hafi orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu stuðningsmanna Tottenham.

Nú er verið að rannsaka hvort það hafi í raun verið stuðningsmenn gestanna sem kölluðu Son illum nöfnum frekar en heimamenn.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Það sem Sarri gerir í nánast hverjum einasta leik: Skilar litlum árangri

Það sem Sarri gerir í nánast hverjum einasta leik: Skilar litlum árangri
433
Fyrir 15 klukkutímum

Var besti varamarkvörður Englands að spila í kvöld? – Ótrúleg tölfræði

Var besti varamarkvörður Englands að spila í kvöld? – Ótrúleg tölfræði
433
Fyrir 17 klukkutímum

Nani í MLS deildina

Nani í MLS deildina
433
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Manchester United – Lukaku byrjar

Byrjunarlið Chelsea og Manchester United – Lukaku byrjar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið
433
Fyrir 22 klukkutímum

ÍA heldur áfram að styrkja sig – Marcus Johansson semur við liðið

ÍA heldur áfram að styrkja sig – Marcus Johansson semur við liðið