fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433

Telur að tveir leikmenn hafi fengið Arsenal til að losa sig við Ramsey

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 20:40

Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, telur sig vita af hverju Aaron Ramsey er á leið til Juventus í sumar.

Ramsey mun ganga frítt í raðir Juventus í júlí en hann fékk ekki nýjan samning hjá Arsenal.

Keown telur að peningarnir sem Arsenal eyddi á síðasta ári sé ástæðan fyrir því að það sé ekki hægt að borga Ramsey þau laun sem hann vill.

Hann nefnir leikmennina Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette sem kostuðu yfir 100 milljónir punda.

,,Ef Arsenal er að viðurkenna það að þeir geti bara fengið leikmenn á láni þá er það ótrúlegt að þeir leyfi einum af sínum mikilvægustu leikmönnum að fara frítt,“ sagði Keown.

,,Ramsey hefur komið vel fram á þessu tímabili en það er ótrúlegt að Arsenal hafi ekki getað sett saman launapakka til að halda honum.“

,,Liðið er ennþá ógnandi fram á við. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru nógu góðir til að spila fyrir hvaða topp sex lið sem er.“

,,Þeir eyddu þó 100 milljónum punda í þessa tvo leikmenn og eftir að hafa gefið öðrum leikmönnum risalaun þá er staðan þessi í dag.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho kvartar yfir því sem hann fékk: Öðruvísi hjá Pep og Klopp

Mourinho kvartar yfir því sem hann fékk: Öðruvísi hjá Pep og Klopp
433
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir úr leik Arsenal og Chelsea – Fimm fá átta

Einkunnir úr leik Arsenal og Chelsea – Fimm fá átta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi kominn með jafn mörg mörk og Eiður Smári

Gylfi kominn með jafn mörg mörk og Eiður Smári
433
Fyrir 19 klukkutímum

PSG skoraði níu mörk í ótrúlegum sigri

PSG skoraði níu mörk í ótrúlegum sigri
433
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir úr leik Manchester United og Brighton – Rashford bestur

Einkunnir úr leik Manchester United og Brighton – Rashford bestur
433
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Fékk tækifæri gegn Liverpool en gerði hörmuleg mistök

Sjáðu atvikið: Fékk tækifæri gegn Liverpool en gerði hörmuleg mistök
433
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár
433
Í gær

Jakup Thomsen aftur í FH

Jakup Thomsen aftur í FH