fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433

Finnst hann loksins skipta máli eftir tvö ömurleg ár

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 20:20

Það er ekki auðvelt fyrir alla að standa sig vel hjá stórliði eins og Barcelona þar sem væntingarnar eru miklar.

Það er hægt að segja um framherjann Paco Alcacer sem samdi við Barcelona frá Valencia árið 2016.

Hann spilaði aðeins 23 deildarleiki fyrir Börsunga á tveimur árum og komst í raun aldrei í byrjunarliðið.

Hann skrifaði undir samning við Dortmund í byrjun ágúst og var lánaður þangað út tímabilið.

Alcacer hefur staðið sig frábærlega í Þýskalandi og samþykkti Dortmund að kaupa hann endanlega fyrir 20 milljónir punda.

Alcacer er markahæsti leikmaður þýsku Bundesligunnar með 12 mörk ásamt Luka Jovic hjá Fankfurt.

,,Síðan ég kom til Borussia Dortmund þá líður mér loksins eins og ég sé mikilvægur á ný,“ sagði Alcacer.

,,Ég spilaði mjög lítið í Barcelona síðustu tvö ár og þess vegna skil ég það að ég fái ekki að byrja alla leiki.“

,,Allir knattspyrnumenn vilja fá að spila. Ég er ekki ánægður á bekknum en ef við erum að ná frábærum árangri þá er það í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir úr leik Arsenal og Chelsea – Fimm fá átta

Einkunnir úr leik Arsenal og Chelsea – Fimm fá átta
433
Fyrir 16 klukkutímum

Sarri bálreiður út í sína menn: Eins og það sé ómögulegt að hvetja þá áfram

Sarri bálreiður út í sína menn: Eins og það sé ómögulegt að hvetja þá áfram
433
Fyrir 18 klukkutímum

PSG skoraði níu mörk í ótrúlegum sigri

PSG skoraði níu mörk í ótrúlegum sigri
433
Fyrir 18 klukkutímum

Er Sverrir Ingi að fara í besta lið Grikklands?

Er Sverrir Ingi að fara í besta lið Grikklands?
433
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Fékk tækifæri gegn Liverpool en gerði hörmuleg mistök

Sjáðu atvikið: Fékk tækifæri gegn Liverpool en gerði hörmuleg mistök
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum