fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433

Óli Jó: Við höfum oft reynt að fá hann

Victor Pálsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 18:27

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, fagnar því að hafa fengið þrjá nýja leikmenn til félagsins í dag.

Valur samdi við þá Gary Martin, Emil Lyng og Lasse Petry og koma þeir allir til með að styrkja hóp Vals verulega.

Ólafur ræddi þessa leikmenn í samtali við 433.is og er spenntur fyrir komu þeirra.

,,Gary er frábær fótboltamaður og við höfum oft reynt að fá hann svo ég er mjög sáttur. Hann var sá fyrsti sem kom upp í hausinn þegar Patrick Pedersen fór,“ sagði Óli.

,,Emil er frábær fótboltamaður eins og allir sem við fáum til liðsins. Hann er hörkuleikmaður til að standa sig vel í þessari deild og við viljum vera með stóran leikmannahóp.“

,,Hann getur spilað sem fremsti maður og allar stöður á miðjunni. Við þurfum að púsla þessu saman.“

,,Lasse Petry er mjög flinkur í fótbolta. Flestir þessir útlendingar, við vitum ekki alltaf allt um þá en við erum með gott tengslanet í Danmörku og höfum fengið mikið af dönskum leikmönnum. Okkur er sagt að hann muni henta okkur einstaklega vel.“

,,Ef það kemur eitthvað nýtt upp þá skoðum við það. Það er aldrei slæmt að missa leikmenn til útlanda, það er bara góð viðurkenning fyrir klúbbinn og við fögnum því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að framkoma Salah sé sorgleg: Af hverju ræðir Klopp ekki við hann?

Segir að framkoma Salah sé sorgleg: Af hverju ræðir Klopp ekki við hann?
433
Fyrir 17 klukkutímum

,,Nýr Sala er mættur“ – Cardiff keypti framherja á metupphæð

,,Nýr Sala er mættur“ – Cardiff keypti framherja á metupphæð
433
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp vorkennir þeim sem vona að Liverpool misstígi sig

Klopp vorkennir þeim sem vona að Liverpool misstígi sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar
433
Fyrir 21 klukkutímum

Hélt að hann yrði í engu basli gegn Cech – Skoraði loksins níu árum seinna

Hélt að hann yrði í engu basli gegn Cech – Skoraði loksins níu árum seinna
433
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár