fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Fyrsti landsliðshópur Jóns Þórs: Bryndís Lára fær tækifæri

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins hefur valið sinn fyrsta hóp sem fer í leik en áður hafði hann verið með æfingahelgi.

Jón Þór tók við kvennalandsliðinu síðast haust en Ian Jeffs er aðstoðarmaður hans.

Liðið leikur æfingaleik við Skotland síðar í þessum mánuði en leikurinn verður á Spáni.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir sem var í kuldanum hjá Frey Alexanderssyni fær tækifæri vegna meiðsla sem Guðbjörg Gunnarsdóttir glímir við.

Þá er Dagný Brynjardóttir frá vegna meiðsla en óvíst er hvar hún mun leika á komandi leiktíð.

Sandra María Jessen sem verið hefur öflug með Þór/KA fær ekki tækifæri, það vekur athygli.

Elísa Viðarsdóttir er mætt aftur í hópinn eftir erfið meiðsli og barnsburð.

,,Hún er byrjuð að spila á fullu, það hefur gengið mjög vel hjá henni að koma til baka. Hún hefur æft að fullum krafti frá því um mitt sumar, hún hefur fengið góðan tíma,“ sagði Jón Þór.

Hópinn má sjá hér að neðan.

Markverðir:
Sonný Lára Þráinsdóttir
Sara Sigurðardóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir

Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gíslasdóttir
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Elísa Viðarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðrún Arnardóttir
Anna Rakel Pétursdóttir

Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Andra Rán Hauksdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir

Sóknarmenn:
Fanndís Friðriksdóttir
Rakel Hönnudóttir
Elín Metta Jensen
Berglind Björg Þorvalsdóttir
Agla María ALbertsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“