fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433

Fyrsti landsliðshópur Jóns Þórs: Bryndís Lára fær tækifæri

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 13:27

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins hefur valið sinn fyrsta hóp sem fer í leik en áður hafði hann verið með æfingahelgi.

Jón Þór tók við kvennalandsliðinu síðast haust en Ian Jeffs er aðstoðarmaður hans.

Liðið leikur æfingaleik við Skotland síðar í þessum mánuði en leikurinn verður á Spáni.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir sem var í kuldanum hjá Frey Alexanderssyni fær tækifæri vegna meiðsla sem Guðbjörg Gunnarsdóttir glímir við.

Þá er Dagný Brynjardóttir frá vegna meiðsla en óvíst er hvar hún mun leika á komandi leiktíð.

Sandra María Jessen sem verið hefur öflug með Þór/KA fær ekki tækifæri, það vekur athygli.

Elísa Viðarsdóttir er mætt aftur í hópinn eftir erfið meiðsli og barnsburð.

,,Hún er byrjuð að spila á fullu, það hefur gengið mjög vel hjá henni að koma til baka. Hún hefur æft að fullum krafti frá því um mitt sumar, hún hefur fengið góðan tíma,“ sagði Jón Þór.

Hópinn má sjá hér að neðan.

Markverðir:
Sonný Lára Þráinsdóttir
Sara Sigurðardóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir

Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gíslasdóttir
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Elísa Viðarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðrún Arnardóttir
Anna Rakel Pétursdóttir

Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Andra Rán Hauksdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir

Sóknarmenn:
Fanndís Friðriksdóttir
Rakel Hönnudóttir
Elín Metta Jensen
Berglind Björg Þorvalsdóttir
Agla María ALbertsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Bellerin líklega mjög lengi frá vegna meiðsla

Bellerin líklega mjög lengi frá vegna meiðsla
433
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að framkoma Salah sé sorgleg: Af hverju ræðir Klopp ekki við hann?

Segir að framkoma Salah sé sorgleg: Af hverju ræðir Klopp ekki við hann?
433
Fyrir 18 klukkutímum

ÍA skoraði fjögur og vann FH – Grindavík lagði ÍBV

ÍA skoraði fjögur og vann FH – Grindavík lagði ÍBV
433
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp vorkennir þeim sem vona að Liverpool misstígi sig

Klopp vorkennir þeim sem vona að Liverpool misstígi sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Salah með annan vandræðalegan leikaraskap

Sjáðu atvikið: Salah með annan vandræðalegan leikaraskap
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar