fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Brendan Rodgers og félagar í vandræðum – ,,Þeir nenna þessu ekki“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Celtic í Skotlandi hefur farið erfiðlega af stað á tímabilinu en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir sex umferðir.

Celtic hefur verið langbesta lið Skotlands síðustu ár en hefur nú þegar tapað tveimur leikjum og aðeins skorað sex mörk.

Celtic kemst einnig oftar en ekki í riðlakeppni í Evrópu en liðið datt úr leik egn AEK Athens fyrr í sumar.

Kris Boyd, framherji Kilmarnock, telur að leikmenn liðsins séu ekki að nenna að spila í treyju liðsins þessa stundina en Brendan Rodgers er stjóri félagsins.

Boyd og félagar í Kilmarnock unnu Celtic 2-1 í síðustu umferð og var hann ekki hrifinn af frammistöðu liðsins.

,,Eru þeir í raun að nenna að spila í treyju Celtic þessa stundina? Það held ég ekki,“ sagði Boyd.

,,Ég veit að þeir héldu fund eftir að hafa dottið úr Meistaradeildinni. Eftir það þá er augljóst að búningsklefinn er tvískiptur. Það er enginn efi um það. Það var augljóst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer