fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433

Af hverju vilja stelpur ekki dæma á Íslandi? – ,,Það er ekki hægt að segja að þetta eigi bara að vera eins þar sem það hentar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram áhugaverð umræða í Dr. Football, hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar í dag þar sem Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson voru gestir hans.

Rætt var um það af hverju konur koma ekki í dómgæslu á Íslandi. Mikið er kallað eftir jafnrétti í knattspyrnuhreyfingunni og er allt á leið í þá átt.

Samt sem áður hafa konur ekki áhuga á að dæma leiki en mikil vöntun er á dómurum á Íslandi.

,,Af hverju nenna ekki stelpur að dæma fótboltaleiki? Stopp núna, hvetja allar ungar stelpur til að dæma sem eru ekki að fara að meika það í fótboltanum,“ sagði Hjörvar í þætti sínum.

Bent var á það að kvennalandsliðið fær sömu bónusa og karlalandsliðið og allt sé á leið í þá átt, nema dómgæslan.

,,Það eru allir komnir með jafn háa bónusa, 300 þúsund krónur fyrir að vinna Færeyjar 15-0. Guðni Bergsson reddaði því, varaformaðurinn sagði að þetta væri jafn góður fótbolti.“

,,Farið að dæma leikina, það er ekki hægt að vera bara í sófanum og fara í skemmtilegu störfin, Farið að dæma.“

,,Af hverju fara stelpur ekki á dómaranámskeið? Þetta er til skammar, það er Bríet (Bragadóttir) og svo er Rúna á línunni.“

Mikael Nikulásson, gestur Hjörvars í þættinum tók í sama streng.

,,Ef Guðrún Inga (Varaformaður KSÍ) ætlar að vera samkvæm sjálfi sér, að allt sé eins. Það er ekki hægt að segja að þetta eigi bara að vera eins þar sem það hentar, það gengur ekki upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?