fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Drukkið og dópað á nýjum heimavelli Tottenham

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur illa hjá liði Tottenham að kom nýjum velli félagsins í stand en félagið vonaðist til að byrja að nota hann í byrjun tímabils.

Völlurinn er enn ekki nothæfur og er búist við að hann verði ekki klár fyrr en á næsta ári.

Það hefur kostað Tottenham um 850 milljónir punda að byggja völlinn en nú er starfsfólkið sem sér um að byggja völlinn í umræðunni.

Greint er frá því í dag að starfsfólk hafi verið að drekka áfengi á svæðinu og jafnvel taka eiturlyf á klósettum vallarins.

Næstum 4000 manns hafa komið að verkefninu og hefur mikið farið úrskeiðis. Það hefur einnig vantað mikilvæg efni til að klára byggingu vallarins.

Samkvæmt grein Construction News hafa einnig slagsmál átt sér stað hjá starfsfólki vallarins og eru einhverjir sem hafa sagt upp störfum.

,,Ég hef ekki unnið svona verkefni í langan, langan tíma. Það var fólk sem var orðið hauslaust drekkandi áfengi strax er það mætti til vinnu og aðrir sem notuðu kókaín á baðherberginu,“ er haft eftir einum starfsmanni.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Tottenham tekur á þessum málum en liðið hefur til þessa verið að spila heimaleiki sína á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?