fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433

Scholes: Pogba hentar Barcelona ekki

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt miðjumanninn Paul Pogba hvað mest.

Pogba hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu stabíll á miðju United en stöðugleiki er talin vera vandamál í hans leik.

Scholes vonar að Frakkinn verði þó áfram á Old Trafford en hann er orðaður við Barcelona.

Scholes telur að Pogba henti Barcelona þó ekki og vonar að hann sýni sitt rétta andlit á þessu tímabili.

,,Ég sé bara Pogba ekki fyrir mér sem leikmann Barcelona. Við vonum að hann verði hér áfram, öll lið vilja halda sínum bestu leikmönnum,“ sagði Scholes.

,,Hann er með mögnuð gæði en hann sýnir þau ekki nógu oft. Vonandi getur hann hjálpað United að berjast um titilinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag vill fá stuðning frá Ratcliffe – Tilbúinn að stíga til hliðar

Ten Hag vill fá stuðning frá Ratcliffe – Tilbúinn að stíga til hliðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“