fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

,,Vandamál þegar það er ekki hægt að hrósa þeim fyrir einn hlut“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er á leið í úrslitaleik Mjólkurbikars karla en liðið mætti FH í undanúrslitum í Garðabæ í kvöld.

Tvö mörk voru skoruð en það gerðu þeir Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson fyrir heimamenn.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Faglega klárað hjá Stjörnumönnum. Þeir skora oft mikið af mörkum en í kvöld gerðu þeir nákvæmlega það sem þurfti til sigurs.

Það var alveg ótrúlega gaman að sjá Eddi Gomes og Guðjón Baldvinsson berjast í kvöld. Það eru ekki margir sem eiga eitthvað í Guðjón í styrk en..

Varnarleikur Stjörnunnar fær hrós, voru agaðir aftast og vörðu forystuna afar vel þegar líða tók á leikinn.

Það er frábært fyrir Stjörnuna að komast í úrslit bikarsins. Ætla sér tvennuna og hún er í boði!

Þetta er fyrsti úrslitaleikur Stjörnunnar í bikarnum í fimm ár. Því bera að fagna fyrir þá bláklæddu.

Mínus:

Evrópudraumur FH-inga er alls ekki úti en liðið er þó í fimmta sæti og heilum átta stigum frá Stjörnunni sem situr í þriðja sæti í Pepsi-deildinni. Liðið gæti þurft að ná fjórða sætinu og treysta á að Stjarnan eða Blikar vinni bikarinn.

Það var mikil pressa á FH fyrir leiktíðina og bikarinn hefði getað ‘bjargað’ sumarinu fyrir Óla Kristjáns og félaga en þeir eru nú úr leik. Eitt versta sumar liðsins í mörg, mörg ár.

Eddi Gomes fékk mikið lof er hann byrjaði feril sinn í Kaplakrika. Skipulagið var þó mjög tæpt í öftustu línu Hafnfirðinga í dag og virkuðu menn viltir, alveg eins með Pétur og Rennico Clarke.

Sóknarleikur FH-inga var líka ansi bitlaus. Áttu tvö sláarskot á tveimur sekúndum í fyrri hálfleik en lengra komust þeir ekki.

Er kominn tími á breytingar? Er það svo víst að Óli Kristjáns sé rétti maðurinn fyrir FH eða þarf hann annað tímabil?

Það er vandamál þegar það er ekki hægt að hrósa FH-ingum fyrir neitt í kvöld. Það kemur eiginlega bara ekkert til greina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi