fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433

Plús og mínus – Græða þeir á að vera með hann í byrjunarliðinu?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR er komið í fjórða sæti Pepsi-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni á Alvogen vellinum í Vesturbænum í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson fyrir KR úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Sigurinn gerir mikið fyrir KR. Liðið lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar og er nú átta stigum á eftir toppliði Vals.

Óskar Örn Hauksson gerði eina mark leiksins fyrir KR úr aukaspyrnu. Markið var frábært en Óskar þrumaði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi.

KR-ingar voru mjög skynsamir í síðari hálfleik. Sóttu ekki á of mörgum mönnum og tóku engar áhættur með að fá á sig jöfnunarmark.

Það var allt gefið í sölurnar á KR vellinum. Það voru brot, gul spjöld, læti og alvöru tæklingar. Fullorðins leikur í vesturbænum.

Á Albert Watson að byrja alla leiki KR? Hann var á bekknum í dag og ég held að það hafi ekki komið niður á þeim svarthvítu. Hefur oft virkað hægur og mistækur í sumar.

Mínus:

Það hjálpaði Stjörnumönnum alls ekki neitt að missa Guðjón Baldvinsson af velli snemma í síðari hálfleik. Eitthvað er að hrjá framherjann sem haltaði af velli.

Hilmar Árni Halldórsson hefur fengið endalaust lof í sumar fyrir sína frammistöðu. Hann var þó týndur í dag og var alls ekki upp á sitt besta.

Stjörnumenn eru stálheppnir að hafa ekki fengið á sig fleiri mörk. Vörn liðsins var galopin í síðari hálfleik og KR-ingar klaufar að nýta sér það ekki.

Stjarnan gerði sér oft lífið leitt með hvernig þeir reyndu að sækja á KR. Það var lítið um eitthvað spil og var notast við einstaklingshlaup og langar sendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Skaut á fyrrum félag hans í fagnaðarlátum gærdagsins

Sjáðu myndbandið: Skaut á fyrrum félag hans í fagnaðarlátum gærdagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær