fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Leikmenn Sviss fara ekki í leikbann en voru sektaðir

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júní 2018 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri munu ekki fara í leikbann fyrir hvernig þeir fögnuðu sigurmarki liðsins gegn Serbíu á föstudag.

Shaqiri og Xhaka mynduðu tvíhöfða örn með höndunum er þeir fögnuðu sigurmarki Shaqiri í blálokin gegn Serbíu.

Báðir leikmennirnir eru ættaðir frá Kosóvó/Albaníu en tvíhöfða örn er merki albanska fánans.

Fjölskyldur leikmannana flúðu til Sviss frá Kosóvó vegna stríðs þar í landi þar sem margir létu lífið eftir innrás serbnenskra öryggissveita.

FIFA tekur það ekki í sátt að leikmenn fagni í pólítískum tilgangi og hóf rannsókn eftir leikinn.

Niðurstaðan er sú að leikmennirnir fara ekki í leikbann á HM en fengu væna sekt frá FIFA vegna fagnsins.

Stephan Lichtsteiner var einnig partur af rannsókn FIFA en hann fær töluvert minni en Shaqiri og Xhaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United