fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433

Aron Einar sendir leikmanni frá Nígeríu batakveðju – ,,Fótboltinn er ein stór fjölskylda“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Volgograd:

Carl Ikeme, markvörður Wolves á Englandi, var greindur með krabbamein á síðasta ári og berst nú við sjúkdóminn. Ikeme er 32 ára gamall og kemur frá Nígeríu en hann hefur allan sinn feril verið samningsbundinn Wolves.

Ikeme á að baki 191 deildarleik fyrir Wolves en hann hefur þó oft verið lánaður til annarra félaga. Jón Daði Böðvarsson lék með Ikeme hjá Wolves áður en okkar maður samdi við Reading.

Jón Daði birti fallega mynd á Twitter í vikunni þar sem hann heldur á íslensku landsliðstreyjunni með nafni Ikeme. Allt landsliðið er með Jóni á myndinni en þeir vildu sýna Ikeme stuðning á erfiðum tíma.

,,Hópurinn vildi gera þetta og Jón Daði spilaði með honum hjá Wolves, ég óska honum alls hins besta frá hópnum. Fótboltinn er ein stór fjölskylda sem stendur saman,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð