fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Plús og mínus – Kom inná og fékk strax spjald fyrir dýfu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er komið á toppinn í Pepsi-deild karla en liðið mætti ÍBV í fyrsta leik 10. umferðar í kvöld.

Baldur Sigurðsson reyndist hetja Stjörnunnar í leik kvöldsins en hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri í Garðabænum eftir hornspyrnu.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Bæði lið voru eiginlega ekki upp á sitt besta sem skapaði góðan fótboltaleik. Það hljómar undarlega en það virkaði þannig á mann.

Shahab Zahedi skoraði geggjað mark fyrir ÍBV í dag. Fór illa með Daníel Laxdal og þrumaði svo boltanum undir Harald Björnsson og í netið.

Fyrra mark Stjörnumanna var ekki verra. Þorsteinn Már skoraði eftir frábæra hælspyrnu Guðjóns Baldvinssonar en sóknin í heild sinni var frábær.

Stemningin var fín í stúkunni, HM er í gangi en menn létu sig ekki vanta á völlinn.

Fjalar Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar fékk gult spjald í dag. Það var ansi skondið. Öskraði á Ívar dómara og fékk refsingu.

Mínus:

Ég ætlaði að kalla þetta klúður hjá Stjörnunni ef þetta hefði endað í jafntefli. Þeir fengu svo góð færi í þessum leik og áttu að skora miklu fleiri mörk.

Sölvi Snær Fodilsson kom inná sem varamaður hjá Stjörnunni í dag í sínum fyrsta leik í sumar. Það tók strákinn eina mínútu að fá gult spjald fyrir dýfu frá Ívari dómara! Sá dómur var þó held ég bara kolrangur og átti Stjarnan að fá vítaspyrnu.

Eyjamenn gáfu bara eftir í síðari hálfleik. Leyfðu Stjörnumönnum að keyra á sig sem skapar ekkert nema vandræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var