fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Óli Jó, Víkingur og Valur ná sáttum – ,,Málinu er lokið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. júní 2018 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík, Valur og Ólafur Jóhannesson hafa náð sáttum en andað hefur köldu þar á milli síðan Ólafur lét ummæli falla í þættinum Návígi á fótbolti.net.

Ólafur sagði þá frá því að samið hafi verið um úrslit í leik Víking og Völsungs árið 2013, eitthvað sem Víkingar tóku ekki vel í.

Allir aðilar hafa nú tekið undir þá ákvörðun að leggja málið til hliðar og skilja sáttir frá borði.

Tilkynning Vals, Víkings og Óla Jó:

Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi, Knattspyrnufélaginu Val og Ólafi Jóhannessyni.

Að undanförnu hafa ásakanir gengið á milli Víkings og Ólafs Jóhannessonar í fjölmiðlum vegna leiks Víkings og Völsungs í deildarkeppni árið 2013.

Aðilar eru sammála um að margt af því sem fram hefur komið hefði mátt kyrrt liggja og ekki ástæða til þess að mál þróist með þeim hætti sem raun ber vitni.

Að frumkvæði þeirra knattspyrnufélaga sem í hlut eiga, hefur náðst full sátt í málinu á milli Ólafs Jóhannesson, Knattspyrnufélagsins Víkings og Knattspyrnufélagsins Vals og er málinu hér með lokið af hálfu allra aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton