fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Plús og mínus – Væri ekki hægt að spila honum frammi?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í vesturbænum í kvöld er lið KR fékk FH í heimsókn í lokaleik áttundu umferðar Pepsi-deildar karla.

KR tók forystuna snemma leiks með marki Kennie Chopart áður en Steven Lennon jafnaði metin fyrir FH með stórkostlegu marki í síðari hálfleik.

Það var svo danski framherjinn Andre Bjerregaard sem kom KR yfir í uppbótartíma eftir flotta skyndisókn og staðan orðin 2-1.

Forystan entist í aðeins eina mínútu en Atli Guðnason jafnaði svo strax fyrir FH í uppbótartímanum og lokastaðan 2-2!

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Steven Lennon er svo ótrúlegur leikmaður. Jöfnunarmark hans í dag var stórkostlegt. Þrumaði boltanum viðstöðulaust af löngu fyrir sem fór yfir Beiti í markinu. Mögulega mark sumarsins komið!

Eddi Gomes er virkilega góður leikmaður. Ég spyr mig, væri ekki hægt að nota hann frammi? Ótrúlegt power þegar hann kemst á ferðina og hann tapar ekki skallabolta. Væri flottur sem target man í þessari deild.

Mætingin var ansi góð á KR vellinum í kvöld og var mikið öskrað og kvartað. Gaman að sjá smá passion úr stúkunni.

Björgvin Stefánsson stóð sig með prýði í dag og nefni ég sérstaklega vinnusemi drengsins. Hljóp eins og brjálæðingur allan leikinn.

Þvílíkur lokakafli! Tvö mörk í uppbótartíma en KR-ingar misstu algjörlega hausinn eftir að hafa komist yfir og FH jafnaði strax.

Mínus:

FH-ingar voru vægast sagt slakir í byrjun leiks. KR var á undan í alla bolta og gestirnir voru í miklum vandræðum. Heppnir að fá ekki annað mark á sig í byrjun.

Gunnar Nielsen var mjög óöruggur í fyrri hálfleik í marki FH. Ákvað á meðal annars að fara í mjög heimskulegt úthlaup og var stálheppinn að KR hafi ekki bætt við.

Enn eitt jafnteflið niðurstaðan hjá þessum liðum. Fjórða jafntefli FH í röð á meðan KR hefur gert þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum.

Þóroddur dómari meiddist í leiknum í dag, þurfti að fara af velli þegar um korter var eftir, ekki á hverjum degi sem maður sér það. Skipti sjálfum sér útaf fyrir Arnar Þór Stefánsson sem kláraði leikinn.

FH átti að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Albert Watson setti einfaldlega hendina í boltann sem var á leið inn í miðjan vítateig KR en ekkert dæmt. Rán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli