fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Plús og mínus – Aldrei séð annað eins í Pepsi-deildinni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 18:57

Jóhan fagnar með bróður sínum Daníel Laxdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan vann ótrúlegan sigur á Fjölni í Pepsi-deild karla í kvöld en liðin áttust við á Samsung vellinum í Garðabæ.

Staðan var 1-1 eftir fyrri hálfleik en lauk með 6-1 sigri Stjörnumanna eftir að liðið hafði skorað fimm mörk á 14 mínútum í síðari hálfleik.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Stjörnumenn nýttu sér þessi vandræði Fjölnis í byrjun síðari hálfleiks alveg fullkomlega. Tóku öll völd á vellinum og skoruðu FIMM mörk.

Fimm mörk á 14 mínútum. Ég man ekki eftir að hafa séð annað eins í Pepsi-deildinni. Þvílíkur kafli hjá Stjörnumönnum.

Það er stór plús á Stjörnuna að hætta ekki eftir eitt eða tvö mörk. Keyrðu áfram á gestina og uppskáru mörkin fimm.

Mínus:

Ég hef ALDREI séð lið brotna og hrynja eins mikið og Fjölnismenn gerðu í upphafi fyrri hálfleiks. Ég á ekki til svör.

Að fá á sig fimm mörk á 14 mínútum er risastórt brandari. Vörnin var ekki á vellinum, það var ekkert gert til þess að stoppa Stjörnuna í að raða inn mörkum.

Þórður Ingason þurfti að fara af velli í hálfleik og í kjölfarið fengu Fjölnismenn fimm mörk á sig, er hann svo mikilvægur? Það er samt ekki hægt að skrifa þetta á Hlyn varamarkvörð.

Það er eitthvað mikið að hjá Fjölni sem þarf að skoða. Þetta er svo langt frá því að vera eðlilegt. Eitthvað þarf að breytast og það strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun