fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Plús og mínus – Minnti á Loris Karius

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. maí 2018 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV var ekki í miklum vandræðum með Keflavík er liðin áttust við í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Keflavík tapaði heima 3-1 og er liðið á botni deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sex umferðir. Þetta var fyrsti sigur ÍBV í deildinni í sumar.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Kristján Guðmundsson hefur mátt þola ýmislegt umtal á þessu tímabili og í fyrra, hann virðist hins vegar vera að smíða fínt ÍBV liðið á nýjan leik.

Sigurður Grétar Benónýsson kemur með öðruvísi spil í hendur ÍBV í sóknarleiknum, mikill kraftur í honum.

Sindri Snær Magnússon er leiðtogi og besti leikmaður ÍBV, leikur liðsins snýst um að Sindri eigi góðan dag.

Mínus:

Keflavík virðist vera slakasta lið deildarinnar, það er ansi líklegt að liðið fari beint niður í Inkasso deildina.

Sigurbergur Elísson meiddist á nýjan leik og var borinn af velli, meiðsli hafa heldur betur sett strik í reikning þessa hæfileikaríka leikmanns.

Mistökin sem Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur gerði í öðru marki ÍBV voru i anda Loris Karius, andvökunótt hjá Sindra.

Einar Orri Einarsson svaf hressilega á verðinum í fyrra marki ÍBV; horfði á boltann en ekki Sindra Snæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“