fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Rúrik var stressaður þegar HM hópurinn var opinberaður – ,,Vonaði að vonbrigðin myndu ekki endurtaka sig“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta eru mjög spennandi tímar,“ sagði Rúrik Gíslason kantmaður íslenska landsliðsins þegar hann mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu fyrir HM.

Rúrik missti af sæti á Evrópumótið í Frakklandi og var því afar glaður að fá traustið frá þjálfarateyminu á þessari stundu.

,,Það er búið að bíða lengi eftir þessu, það var léttir að fá staðfestingu á því að maður sé með. Ég reyndi að hugsa ekki mikið um þetta, þetta var alltaf aftan í hausnum á manni.“

Rúrik fann fyrir stressi 11 maí þegar hann vissi að hópurinn yrði kynntur og leikmenn fengu skilaboð um hvort þeir færu með eða ekki.

,,Ég var stressaður, ég ætla að viðurkenna það. Það voru gríðarleg vonbrigði að fara ekki með á Evrópumótið og ég var að vona að það myndi ekki endurtaka sig.“

Rúrik ákvað að skipta um félag í janúar til að gefa sér meiri möguleika á að komast með á HM. ,,Ég var mjög ánægður með tímann hjá Sandhausen, það gekk allt upp. Þetta var áhætta sem ég tók, það getur alltaf dottið báðu megin þegar þú skiptir um lið.“

Viðtalð er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“