fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433

Antonio Conte: Við verðum líklega í Evrópudeildinni á næstu leiktíð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea og Southampton mættust í undanúrslitum enska FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri Chelsea.

Það voru þeir Olivier Giroud og Alvaro Morata sem skoruðu mörk Chelsea í leiknum en þau komu bæði í síðari hálfleik.

Chelsea er því komið áfram í úrslitaleikinn þar sem að liðið mætir Manchester United þann 19. maí næstkomandi en Southampton er úr leik.

Antonio Conte, stjóri Chelsea var að vonum afar sáttur með að vera kominn í úrslit bikarsins.

„Við áttum skilið að vinna þennan leik. Ég er mjög ánægður að vera kominn í úrslit bikarsins, annað árið í röð,“ sagði Conte.

„Ég er stérstaklega ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna, þeir áttu þetta skilið. Núna ætlum við okkur að reyna setja smá pressu á liðin fyrir ofan okkur í deildinni og ná Meistaradeildarsæti.“

„Það er mikilvægt að spila til úrslita um FA-bikarinn því við höfum verið í smá vandræðum í deildinni. Ég reikna með því að við munum spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, ekki Meistaradeildinni,“ sagði Conte að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“