fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433

Kristján Guðmunds: Þetta var góður leikur fyrir okkur til þess að fara með inn í sumarið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við spiluðum vel hérna í dag fannst mér. Þetta eru vissulega mjög einföld mörk sem við fáum á okkur en heilt yfir þá er ég sáttur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir 1-2 tap liðsins gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.

Það voru þeir Patrick Pedersen og Bjarni Ólafur Eiríksson sem skoruðu mörk Valsmanna í dag en Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn fyrir Eyjamenn í stöðunni 0-2.

„Það má ekki sitja alveg til baka gegn þessu liði. Við reyndum að þrýsta á þá en mér fannst þetta líta vel á okkur að setja hratt á þá. Þetta er gríðarlega sterkt lið sem við vorum að spila á móti og þetta opnaðist aðeins undir restina þegar að við þurfum að skora.“

„Við vorum óheppnir að skora ekki undir lok leiksins. Við fengum fína sénsa undir lokin og það getur verið blóðugt að nýta ekki þessi færi. Þetta var góður leikur fyrir okkur til þess að fara með inn í sumarið,“ sagði þjálfarinn meðal annars.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=owYnJJcC4KQ&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikur ÍA og Fylkis færður inn í höll – Enginn leikur á grasi í þriðju umferð

Leikur ÍA og Fylkis færður inn í höll – Enginn leikur á grasi í þriðju umferð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði