fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433

Yfirlýsing Gregg Ryder – Ég vil halda áfram að þjálfa á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 10:12

Gregg Ryder er bjartsýnn á að Englendingir hampi heimsmeistaratitlinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregg Ryder hætti nokkuð óvænt sem þjálfari Þróttar í síðustu vikur eftir deilur við stjórn félagsins.

Ryder hafði starfað hjá Þrótti í nokkur ár og unnið nokkuð gott starf. Starfslokin komu á óvart en Gunnlaugur Jónsson tók við starfi hans.

Ryder hefur sent frá sér yfirlýsingu og vill halda áfram starfa á Englandi. Hann kom fyrst til lands til starfa hjá ÍBV og vill halda áfram á landinu.

Yfirlýsing frá Gregg Ryder vegna starfsloka hjá Þrótti:

Ég vil byrja á því að þakka leikmönnum, starfsfólki og stuðningsmönnum Þróttar fyrir að gera mitt fyrsta starf sem aðalþjálfari meistaraflokks að stórkostlegri upplifun.

Þegar Jón Kaldal veitti mér tækifærið, haustið 2013, voru aðeins fimm leikmenn í liðinu með samning og liðið hafði naumlega bjargað sér frá falli. Í dag er hópurinn þéttskipaður frábærum leikmönnum og sterkum karakterum. Árangurinn undanfarin fjögur keppnistímabil sýnir að Þróttur Reykjavík er á meðal 15 bestu liða á Íslandi.

Í samvinnu við harðduglega og hæfileikaríka þjálfara yngri flokka Þróttar hefur tekist að leggja grunn að því viðhorfi og þeim starfsháttum sem munu ala af sér unga gæðaleikmenn á komandi árum. Meistaraflokkur er þegar farinn að njóta þeirra ávaxta.

Á tíma mínum hjá félaginu höfum við unnið marga frábæra sigra á vellinum. Eftirminnilegastur þeirra er sennilega leikurinn gegn Selfossi 2015, þegar við tryggðum sæti okkar í Pepsi-deildinni.

Þó stundirnar á vellinum séu mér kærar eru það þau tengsl sem ég hef myndað við leikmenn félagsins sem mér þykir vænst um. Ég mun einnig ylja mér við þær minningar að heyra nafn mitt kyrjað úr stúkunni af stuðningsmönnum félagsins. Það er einstök og hvetjandi upplifun, verandi útlendingur að þjálfa á Íslandi.

Ég hef lært meira á þessum tíma en hægt er að telja upp. Ég get satt að segja ekki beðið eftir því að taka þá þekkingu með mér í næsta þjálfarastarf sem ég tek að mér, hvar sem það verður. Ef næstu fjörutíu árin komast í hálfkvisti við síðustu fjögur, þá mun ég eiga frábæran feril. Ég vona að eitthvað sé til í þeirri tilfinningu minni að störf mín fyrir Þrótt hafi aukið vegsemd mína og virðingu sem þjálfari á Íslandi.

Mér hefur liðið frábærlega á Íslandi og hér hef ég fest rætur. Ég trúi því að ég hafi góða hluti fram að færa. Ég vil halda áfram að þjálfa á Íslandi.

Ég óska nýjum þjálfara, Gunnlaugi Jónssyni góðs gengis í sumar. Baráttukveðjur færi ég einnig leikmönnum Þróttar, starfsfólki og stuðningsmönnum. Sjáumst í stúkunni! Lifi Þróttur!

Regards,
Gregg Ryder

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433
Fyrir 14 klukkutímum

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“
433Sport
Í gær

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend