fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Fyrstu heimaleikir Fylkis munu fara fram í Egilshöll

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu heimileikir Fylkis í Pepsi deild karla munu fara fram í Egilshöll. Ástæðan er sú að verið er að leggja gervigras á heimavöll félagsins.

Fylkir mun hið minnsta leika við KA, ÍBV og Keflavík í Egilshöll en liðið hefur skipt á heimaleikjum við FH.

Kvennaliðið mun leika sína leiki í 1. deildinni á gervigrasinu sem fyrir er á svæði Fylkis.

Fylkir eru nýliðar í Pepsi deildinni eftir stutt stopp í næst efstu deild.

Af Facebook síðu Fylkis.
Kæra stuðningsfólk Fylkis
Framundan eru viðburðaríkar vikur í fótboltanum. Nú styttist í að fyrstu leikir í Íslandsmótinu hefjist hjá bæði meistaraflokki kvenna og karla. Eins og margir hafa tekið eftir hafa framkvæmdir við nýtt gervigras á aðalvöll Fylkis hafist og því spennandi tímar framundan hvað varðar aðstöðumál knattspyrnudeildar. Auk þessa hafa framkvæmdir við stúkuna okkar verið í gangi í vetur og ljóst að allt önnur og betri aðstaða mun bíða okkar í sumar.

Nú þegar hafa verið opnuð verðtilboð í undirvinnu og lögn gervigrass á völlinn og þegar þessi orð eru skrifuð hefur verið skrifað undir samning við Bjössa ehf. varðandi alla undirvinnu fyrir lögn gervigrassins auk þess sem yfirferð á tilboðum í gervigrasið er á lokametrunum.

Áætlað er að undirvinna fyrir graslögn taki nokkrar vikur og að henni ljúki fyrir 5. júní. Þá tekur við lögn gervigrass á völlinn. Sú vinna er að einhverju leyti háð veðri en áætlað er að þeirri vinnu ljúki í síðasta lagi í lok júní. Það er því ljóst að fyrstu heimaleikir félagsins verða ekki spilaðir á aðalvelli félagsins.

Áætlað er að fyrsti leikur meistaraflokks kvenna á nýju gervigrasi verði föstudaginn 13. júlí, en fram að því munu stelpurnar okkar spila heimaleiki sína á núverandi gervigrasvelli félagsins. En það er heimilt þar sem stelpurnar munu spila í Inkasso-deildinni í sumar.

Fyrsti leikur meistaraflokk karla á nýju gervigrasi er áætlaður laugardaginn 7. júlí, en fram að því munu heimaleikir strákanna okkar fara fram í Egilshöll. Þá hafa FHingar einnig samþykkt að víxla á heimaleikjum þannig að heimaleikur við FH spilast í seinni umferð á aðalvellinum.

Við viljum hvetja alla stuðningsmenn Fylkis að standa þétt við bakið á liðunum okkar og mæta á leiki félagsins, bæði á heimavelli sem og aðra leiki. Stuðningur okkar allra er liðunum mikilvægur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United