fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Ólafur hefur trú á að mörkin komi hjá Castillion – Þurrt gervigras hentar honum ekki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 17:49

Castillion t.v

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hann er mjög öflugur senter, sýndi það í fyrra,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Akraborginni þegar hann var spurður um Geoffrey Castillion sem kom til félagsins frá Víkingi.

Castillion hefur verið ískaldur upp við markið í vetur og ekki verið líkur því sem hann sýndi með Víkingi síðasta sumar.

Ólafur hefur hins vegar mikla trú á því að hann muni springa út nú þegar Pepsi deildin fer að hefjast.

,,Hann hefur ekki verið á skotskónum í vetur, ég heyrði einhverja segja að hann hefði ekki verið burðugur á undirbúningstímabilinu í fyrra. Ef ég kíki á það sem hann er að gera á æfingum og í leikjunum, ef ég gæti séð það að hann væri húðlatur og myndi ekki falla inn í strúkturinn þá hefði ég verulegar áhyggjur. Ef grunnurinn er í lagi, þá þurfum við að þjálfarar og leikmenn að hjálpa honum að komast í stöður til að skora mörk. Það hefur ekki gengið vel.“

Ólafur segir að eftir samtal við Castillion í vetur hafi þeir komist að því að þurrt gervigras væri kannski ekki hans uppáhald.

,,Hann spilaði tvo leiki með okkur á Spáni í lok febrúar og byrjun mars, þar var allt annað að sjá hann en hérna inni í höllunum. Það var tilefni til þess að taka smá spjall hvernig þurrt gervigras legðist í hann, það var samdóma álit að það væri eitthvað sem hentaði honum ekki. Ég hef vonir um það að þegar við förum út á vott gras að boltinn falli betur fyrir hann. Hann hefur verið í fínu lagi, við eigum frábært back up í Atla Viðari.“

Viðtalið við Ólaf er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“