fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Topp tíu – Leikmenn sem hafa talsvert að sanna í Pepsi deildinni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Hér að neðan má sjá tíu leikmenn sem hafa talsvert að sanna í deildinni í sumar.


Ólafur Karl Finsen (Valur)
Eftir meiðsli og erfitt ár hjá Stjörnunni í fyrra er Ólafur mættur á Hlíðarenda í besta lið landsins. Tekst honum að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Vals og sanna fyrir öllum að þarna er ótal magn af hæfileikum.


Pálmi Rafn Pálmasson (KR)
Átti vissulega fínt tímabil í fyrra, eftir vangaveltur skrifaði hann undir nýjan samning við KR og virðist hungraður til að sanna sig sem meðal bestu leikmanna deildarinnar. Rúnar Kristinsson reynir að kveikja líf í kauða sem allir vita að er til staðar.


Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Meiðsli hafa einkennt knattspyrnuferil Olivers síðustu ár, var ótrúlegur sumarið 2015 með Blikum en hefur síðan þá ekki fundið sitt besta form. Er kominn heim til að reyna að koma sér í leikæfingu og ná flugi til að standa sig í hinum harða heimi atvinnumennskunnar.


Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Nú er komið að því að Pepsi deildin fái að sjá hversu frábær leikmaður Sveinn er, ætti að fá mikinn spilatíma í Kópavoginu í sumar og þarf að nýta hann vel. Með ótrúlega hæfileika en hefur hingað til ekki fengið svigrúm til að nýta þá, verður Sveinn ein af óvæntu stjörnum sumarsins?


Kristinn Steindórsson (FH)
Fimm ár í atvinnumennsku þar sem ýmislegt gekk á, hefur spilað hinar ýmsu stöður en ætti að vera framarlega á vellinum hjá FH. Þarf að finna markaskóna sem hann hefur týnt á síðustu árum, Kristinn á góðum degi mun fífla flesta varnarmenn deildarinnar með gæðum sínum.


Atli Guðnason (FH)
Heitur eða kaldur, Atli var við frostmark í fyrra og gerði ekkert fyrir FH. Það stefnir í að hann verði talsvert á bekknum í sumar en gæði hans og reynsla eiga að skila honum talsvert af spiltíma. Mun hann ná að endurvekja Atla sem allir þekkja, manninn sem skorar og leggur upp nánast í hverjum leik.


Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
FH taldi sig ekki hafa not fyrir Bergsvein og hann vill sanna það að það hafi verið mistök. Átti það til að vera mistækur hjá FH en hjá Fjölni þarf hann að vera leiðtogi og sjá til þess að Fjölnir geti komið sér í baráttu efstu liða.


Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík)
,,Jóhann skorar alltaf mörk,“ var sungið um framherjann þegar hann var í Þór, honum er ætlað að fylla skarð Andra Rúnars Bjarnasonar sem hélt í atvinnumennsku. Jóhann hefur verið duglegur að minna á sig í vetur en nú þarf hann að skora aftur á stóra sviðinu.


Jonathan Glenn (Fylkir)
Var ískaldur þegar hann var síðast hjá Blikum en honum langar að sanna sig á nýjan leik. Fær tækifæri til þess hjá Fylki sem vantar mann til að hjálpa við markaskorun. Glenn getur verið sjóðandi heitur og það vantar Fylki.


Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Hefur sannað sig með Víkingi Ólafsvík en þegar hann var síðast í stóru liði, KR þá gengu hlutirnir ekki upp. Nú er hann mættur í Stjörnuna og fær tækifæri til þess að sanna sig á nýjan leik í einu af bestu liðum deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United