fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433

„Börn í dag alin upp í bómull og á brjósti til tvítugs“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þórðarson knattsyrnugoðsögn er í áhugaverðu spjalli við Gunnlaug Jónsson í Návígi á Fótbolta.net í dag.

Ólafur er 52 ára gamall en hann hefur ekki verið í fótboltanum síðan sumarið 2015 þegar hann var þjálfari Víkings.

Ólafur ólst upp á Akranesi og átti frábæran feril með félagsliði og landsliði. Hann ólst upp við mikla samkeppni á Akranesi sem var og er gríðarlegur knattspyrnubær.

,,Það var fótbolti spilaður á Merkutúni allan sólarhringinn, það voru allskonar keppnir haldnar þarna. Þetta var eini staðurinn sem var verið að spila af einhverju ráði, Merkurtúni. Ef þú varst ekki nógu góður þá var þér bara hent út, stórir vinnustaður voru þarna eftir vinnu og spiluðu fótbolta. Þá var manni ýtt til hliðar og horfði á fullorðna menn í átökum,“ sagði Ólafur í viðtalinu við Gunnlaug.

Ólafur segir að ekkert hafi verið gefið eftir á þessum tíma, í dag sé öldin önnur. Börn séu alinn upp í bómull og að börn séu á brjósti langt fram yfir fermingu.

,,Þetta gaf manni innspýtingu, þarna varstu að spila með eldri og yngri. Maður var 7-8 ára að spila með mönnum upp í tvítugt, það er ekki hægt að líkja þessu saman í dag. Það var auga fyrir auga og tönn fyrir tönn á þessum tíma, í dag má ekki neitt lengur. Þetta er allt alið upp í bómull og á brjóti til tvítugs. Það er bara þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu