fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

,,Rétt ákvörðun tekin á versta tíma“ – Woodward ætti að borga þetta sjálfur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United í dag en hann entist í þrjú ár hjá félaginu.

Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að United hafi ekki getað valið verri tímasetningu til að reka Portúgalann.

Nú er mikið álag framundan í ensku úrvalsdeildinni en nýr tímabundinn þjálfari verður ráðinn á næstu dögum.

,,Manchester United gæti ekki hafa valið verri tíma til að reka Jose Mourinho og það er Ed Woodward að kenna,“ skrifaði Collymore.

,,Fólk mun tala um að þetta sé sniðugt. Jólaleikirnir eru framundan, stórleikir í nokkrum keppnum og svo janúarglugginn.“

,,Svo að nýi þjálfarinn fái sex vikur til að vinna með hópnum fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í febrúar.“

,,Það er kjaftæði. Þessi tímasetning væri abra rétt ef þetta lið væri að berjast á botninum og um peningana sem fylgja því að spila í þessari deild.“

,,Woodward átti að losa sig við Mourinho í sumar. Þeir áttu aldrei að gefa honum nýjan samning í janúar.“

,,Þeir áttu ekki að leyfa honum að grátbiðja leikmenn um að koma fyrr úr sumarfríi til að spila á undirbúningstímabilinu því hann vissi að það væri eitthvað að.“

,,Að gefa honum nýjan samning kostaði félagið 15 milljónir punda og það ætti að koma úr eigin vasa stjórnarformannsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Í gær

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi