fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433

Mourinho er enn á æfingasvæði United: Kveður og tekur saman dótið sitt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest að búið sé að reka Jose Mourinho frá félaginu.

Mourinho er rekinn frá United eftir slæmt tap gegn Liverpool á sunnudag, stjórn United hefur fengið nóg. Mourinho er á sínu þriðja tímabili með félagið en gengi liðsins í ár hefur verið slakt. United er langt frá toppliðum deildarinnar en Mourinho vann þrjá titla á fyrstu leiktíð sinni, síðan þá hefur hallað undan fæti.

Mourinno mætti á æfingasvæði félagsins klukkan 9:02 í morgun, hann var eins og alltaf keyrður á svæðið á glæsilegum Jaguar bíl. 44 mínútum síðar var hann búinn að funda með Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins sem rak hann úr starfi.

Enskir miðlar segja frá því að 90 prósent af leikmönnum United fagni þessum tíðindum, þeir hafi viljað að stjórinn yrði rekinn úr starfi.

Nú þremur tímum eftir að Mourinho var rekinn er hann ennþá á æfingasvæði félagsins, þar kveður hann leikmenn og starfsmenn félagsins. Þá er hann að hreinsa skrifborðið sitt og dótið sitt.

Hann mun svo fara á Lowry hótelið þar sem hann hefur búið, þar tekur hann saman dótið sitt og heldur síðan til London þar sem fjölskylda hans býr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
433
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool