fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Framherji Valencia gerir grín að Jones: Getum við talað um andlitið á honum?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michy Batshuayi, leikmaður Valencia, lék með liðinu í kvöld í 2-1 sigri á Manchester United.

Batshuayi tókst ekki að skora í leik kvöldsins en hjálpaði sínum mönnum að næla í góðan heimasigur.

Phil Jones gerði annað mark Valencia í leiknum en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir United.

Jones var klaufi eftir sendingu inn fyrir vörn United og gaf boltann í autt markið eftir að Sergio Romero hafði komið út á móti knettinum.

Batshuayi er virkur á samskiptamiðlum og ákvað að strá salti í sárin á Twitter eftir sigurinn.

Bleacher Report birti mynd af skóm Batshuayi en þar má sjá Batman-merkið fræga.

Batshuayi tók eftir færslu Bleacher Report en hann vildi helst tala um andlit Jones sem var með honum á myndinni.

Jones er þekktur fyrir að bjóða oft upp á undarlega svipi er hann fylgist með boltanum eins og má sjá hér fyrir neðan!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli