fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Arnór og Hörður léku sér að Real Madrid – Fara ekki í Evrópudeildina

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tapaði stórt í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið fékk CSKA Moskvu í heimsókn á Santiago Bernabeu.

CSKA kom mörgum á óvart í fyrri leik liðanna og hafði betur með einu marki gegn engu í Rússlandi.

Liðið gerði þó enn betur í kvöld og vann nokkuð sannfærandi 3-0 útisigur á ríkjandi meisturunum.

CSKA náði ekki að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni þrátt fyrir sigurinn en liðið hafnar í fjórða sæti riðilsins.

Arnór Sigurðsson átti frábæran leik fyrir CSKA en hann lagði upp fyrra mark liðsins og skoraði það seinna.

Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í hjarta varnarinnar og stóð svo sannarlega fyrir sínu.

Á sama tíma áttust við Viktoria Plzen og Roma en þar höfðu Tékkarnir betur 2-1 nokkuð óvænt.

Það er nóg til þess að tryggja þriðja sæti riðilsins en Plzen hafði betur gegn CSKA í síðasta leik 2-1 og fer því áfram á innbyrðis viðureignum.

Real Madrid 0-3 CSKA Moskva
0-1 Fedor Chalov(37′)
0-2 Georgi Schennikov(43′)
0-3 Arnór Sigurðsson(73′)

Plzen 2-1 Roma
1-0 Jan Kovarik(62′)
1-1 Cengiz Under(68′)
2-1 Tomas Chory(72′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433
Fyrir 21 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni