fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433

Fyrirliði Stjörnunnar pakkar saman

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir mun ekki leika með liði Stjörnunnar í Pepsi-deildinni á komandi keppnistímabili. Ásgerður lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki í Stjörnunni árið 2005 og hefur hún því verið hluti af liðinu í 13 ár. Á þessum árum hefur hún leikið 271 meistaraflokksleik og skorað í þeim 37 mörk. Þá hefur hún jafnframt leikið 10 leiki með A-landsliði Íslands.

Á tíma sínum hjá Stjörnunni hefur Adda unnið fjóra Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitlla, auk sigra í deildarbikar og Meistarakeppni KSÍ. Meirihluta þessara bikara hefur hún lyft sem fyrirliði.

,,Knattspyrnudeild Stjörnunnar þakkar Ásgerði kærlega fyrir hennar mikilvæga framlag til árangurs liðsins á liðnum árum og starf hennar sem mikilvirks félagsmanns. Jafnframt óskar knattspyrnudeildin Öddu velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar.

,,Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á leikmannahópi Stjörnunnar undanfarin ár og er nú kominn til sögunnar öflugur kjarni yngri leikmanna sem í bland við reynslumeiri leikmenn myndar sterkt lið. Bindur knattspyrnudeildin miklar vonir við að þessir leikmenn muni blómstra undir handleiðslu nýs þjálfarateymis og berjast um þá titla sem í boði eru í kvennaknattspyrnu á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Í gær

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel