fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019
433

KA að fá mikinn liðsstyrk – Þrír leikmenn að snúa aftur heim

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið KA ætlar sér stóra hluti næsta sumar í Pepsi-deild karla undir stjórn Óla Stefáns Flóventssonar.

Fyrr í dag var greint frá því að Haukur Heiðar Hauksson væri á heimleið eftir dvöl hjá AIK í Svíþjóð.

Haukur spilaði með KA frá 2008 til 2011 áður en hann samdi við KR. Hann varð svo sænskur meistari með AIK fyrr á þessu ári.

Mbl.is greinir nú frá því að tveir aðrir leikmenn séu einnig á leið heim til Akureyrar.

Leikmennirnir eru þeir Andri Fannar Stefánsson og Almarr Ormarsson sem þekkja vel til félagsins.

Andri kemur til KA frá Íslandsmeisturum Vals en bakvörðurinn spilaði aðeins tvo leiki með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Hann hóf meistaraflokks feril sinn með KA.

Almarr mun þá skrifa undir frá Fjölni en hann lék 20 leiki með liðinu í sumar sem féll úr efstu deild.

Almarr er einnig uppalinn hjá KA og lék með liðinu frá 2005 til 2008 og svo aftur frá 2016 til 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 17 klukkutímum

Hvar var VAR? – Hernandez sló boltann í netið

Hvar var VAR? – Hernandez sló boltann í netið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar steinhissa á að skiptin hafi gengið í gegn: ,,Þetta var með ólíkindum“

Arnar steinhissa á að skiptin hafi gengið í gegn: ,,Þetta var með ólíkindum“
433
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Özil sé enn mjög mikilvægur: Veikindi og vandræði

Segir að Özil sé enn mjög mikilvægur: Veikindi og vandræði
433
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola segist eiga besta vængmann heims

Guardiola segist eiga besta vængmann heims
433
Fyrir 22 klukkutímum

Fer Heimsmeistaramótið fram á Íslandi eftir átta ár?

Fer Heimsmeistaramótið fram á Íslandi eftir átta ár?
433
Fyrir 22 klukkutímum

Verður þetta byrjunarlið Chelsea ef bannið stendur?

Verður þetta byrjunarlið Chelsea ef bannið stendur?