fbpx
Föstudagur 15.febrúar 2019
433

Þrjú lið tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar – Óvænt tap hjá Arnóri

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 19:55

Arnór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu í kvöld sem mætti Viktoria Plzen í Meistaradeildinni.

Arnór og félagar gátu gulltryggt sæti sitt í Evrópudeildinni með sigri og hefðu einnig átt smá möguleika á að komast í 16-liða úrslit.

Ballið byrjaði vel fyrir heimamenn og skoraði Nikola Vlasic fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tíu mínútur.

Staðan var 1-0 í leikhléi en snemma í síðari hálfleik jöfnuðu gestirnir metin. Bæði lið þurftu að sækja til sigurs í kjölfarið en Plzen væri úr leik ef tap yrði niðurstaðan.

Það dró svo til tíðinda á 81. mínútu leiksins er Lukas Hejda skoraði óvænt annað mark Plzen og kom liðinu í 2-1.

Það dugði liðinu til sigurs og eru bæði lið nú með fjögur stig í þriðja og fjórða sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Roma og Real Madrid eru bæði komin í 16-liða úrslit.

Ajax er einnig komið í 16-liða úrslit eftir leik gegn grísku risunum í AEK Athens í kvöld. Leikurinn var í Grikklandi.

Ajax vann þægilegan 2-0 útisigur og er nú í efsta sæti riðilsins með 11 stig. Bayern Munchen á leik til góða gegn Benfica í kvöld og getur náð efsta sætinu á ný.

Benfica á enn smá möguleika á að komast í næstu umferð en liðið þarf að sigra Bayern á útivelli til að halda í vonina.

AEK 0-2 Ajax
0-1 Dusan Tadic(68′)
0-2 Dusan Tadic(72′)

CSKA 1-2 Plzen
1-0 Nikola Vlasic(10′)
1-1 Roman Prochazka(56′)
1-2 Lukad Hejda(81′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

BATE staðfestir kaup sín á Willum

BATE staðfestir kaup sín á Willum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433
Fyrir 9 klukkutímum

Grétar yfirgefur FH og fer í Ólafsvík

Grétar yfirgefur FH og fer í Ólafsvík
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu þegar Svíar „réðust“ á Hazard

Sjáðu þegar Svíar „réðust“ á Hazard
433
Fyrir 12 klukkutímum

Það var svona sem leikmenn BATE fögnuðu sigrinum á Arsenal

Það var svona sem leikmenn BATE fögnuðu sigrinum á Arsenal
433
Í gær

Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni: Chelsea vann Arnór og félaga – Celtic í vandræðum

Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni: Chelsea vann Arnór og félaga – Celtic í vandræðum
433Sport
Í gær

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart