fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
433

Tilboðum rignir yfir Theodór Elmar – Ef hann kemur heim þá er það í KR

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 15:40

Theodór Elmar Bjarnason hefur yfirgefið lið Elazigspor í Tyrklandi en hann staðfesti þetta í gær.

Elmar hefur undanfarið ár leikið með Elazigspor en liðið spilar í næst efstu deild í Tyrklandi Miðjumaðurinn kom til félagsins frá AGF á síðasta ári en hann hafði leikið í Danmörku frá árinu 2012 með AGF og Randers.

Félagið hefur verið í vandræðum með að borga leikmönnum laun og er nú óvíst hvað tekur við.

„Ég loka eng­um dyr­um. Ég er kom­inn með 5-6 til­boð frá Tyrklandi núna og er að ræða við fé­lög­in um hversu mikið þau séu til­bú­in að borga fyr­ir fram, því ég vil ekki lenda í svona löguðu aft­ur. Það eru líka ein­hverj­ar þreif­ing­ar í gangi við fé­lög í Evr­ópu. Það eru þó allt aðrar fjár­hæðir í boði í Tyrklandi en maður gæti fengið ann­ars staðar í Evr­ópu, og það er eitt­hvað sem ég þarf að vega og meta,“ sagði Elm­ar við Morgunblaðið um málið.

Elmar ólst upp í KR og ef hann ákveður að snúa heim þá er bara eitt lið sem kemur til greina.

„Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kost­ur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim.“

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann
433
Fyrir 6 klukkutímum

Varnarkrísa hjá Liverpool fyrir United leikinn – Matip á spítala og Trent meiddur

Varnarkrísa hjá Liverpool fyrir United leikinn – Matip á spítala og Trent meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

15 lið eru komin áfram í Meistaradeildinni: Hvaða lið tekur síðasta sætið? – Allt undir á morgun

15 lið eru komin áfram í Meistaradeildinni: Hvaða lið tekur síðasta sætið? – Allt undir á morgun
433
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir úr leik Liverpool og Napoli – Salah bestur

Einkunnir úr leik Liverpool og Napoli – Salah bestur
433
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho: Mér er sama um það sem Mendes sagði

Mourinho: Mér er sama um það sem Mendes sagði
433
Fyrir 20 klukkutímum

Kom til Real í sumar og er ástfanginn af leikmanni liðsins

Kom til Real í sumar og er ástfanginn af leikmanni liðsins
433
Fyrir 22 klukkutímum

Áhugi Arsenal kom mikið á óvart – Bjóst ekki við að fara til Englands

Áhugi Arsenal kom mikið á óvart – Bjóst ekki við að fara til Englands
433
Fyrir 23 klukkutímum

Kante: Ég er bara eins og ég er – Vill ekki að fólk sé að fylgjast með sér

Kante: Ég er bara eins og ég er – Vill ekki að fólk sé að fylgjast með sér