fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Höttur og Huginn sameinast – Laust sæti í 3.deildinni

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höttur og Huginn munu leika undir sama merki á næsta keppnistímabili en þetta var staðfest í kvöld.

Bæði þessi lið féllu úr 2. deild karla í sumar og munu tefla fram sameiginlegu liði í 3.deildinni næsta sumar.

Það þýðir að eitt laust pláss er í 3.deild karla fyrir næstu leiktíð og mun það fara til annað hvort Álftanesar eða Ægis.

Ægir lenti í neðsta sæti 3.deildarinnar á síðasta keppnistímabili en Álftanes það lið sem komst næst því að komast upp úr 4. deild.

Tilkynning Hugins og Hattar:

Höttur Rekstrarfélag og Knattspyrnudeild Hugins ætla að spila undir sameiginlegum merkjum í 3. deild karla næsta sumar.

Þetta er niðurstaða eftir um tveggja mánaða viðræður á milli félaganna. Stjórnir beggja félaga eru sannfærðar um að þetta sé rökrétt skref og að þarna sé verið að tryggja það að hægt sé að efla alla umgjörð í kringum knattspyrnuna.

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að bæði lið féllu um deild síðasta sumar og stóð því til að þau bæði myndu spila í 3. deild.

Með samstarfi fæst eitt öflugt lið beggja megin Fjarðarheiðar sem hefur tækifæri til þess að bæta sig og þróast en liðið er ríkt af ungum leikmönnum í bland við nokkra eldri. Hvort þetta sé fyrirboði um að sveitarfélögin muni seinna sameinast skal látið ósagt en þau sem standa á bakvið þessa ákvöðrun eru í það minnsta öll sammála um að með samstarfi séu flestir vegir færir.

Þjálfarar liðsins Viðar Jónsson og Brynjar Árnason hafa verið upplýstir og hlynntir viðræðunum sem að loks er lokið.

Það er von félaganna að Höttur/Huginn verði jafn vel tekið og Huginn og Hetti hefur verið gert af heimamönnum undanfarna áratugi. Nú erum við öll í sama liðinu, sameinuð erum við sterkari en sundruð.

Sjáumst á vellinum næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti