fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433

Martinez segist ekki vera í stríði við Mourinho

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 21:00

Roberto Martinez/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United, mun ekki leika með belgíska landsliðinu gegn því íslenska á morgun.

Fellaini er smávægilega meiddur en spilaði samt 90 mínútur gegn Manchester City um helgina.

Þrátt fyrir það mátti Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, ekki kalla leikmanninn í hópinn.

Hann skilur ákvörðun United og neitar því að hann sé í stríði við Jose Mourinho og félaga.

,,Það sem gerðist með Fellaini er eitthvað sem gerist margoft í búningsklefanum,“ sagði Martinez.

,,Vegna aðstæðna þá þurfti hann að spila svo það var ótrúlegt að sjá hann spila 90 mínútur, það eru frábærar fréttir fyrir okkur.“

,,Við tókum ákvörðun varðandi hópinn á föstudaginn og vorum með upplýsingar um alla leikmennina og það gafst tækifæri á að halda áfram með okkar plön.“

,,Vitandi það að hann hafi spilað 90 mínútur um helgina er gott, það þýðir að hann sé nálægt sínu besta formi og hann verður alltaf til staðar fyrir landsliðið.“

,,Við erum hæstánægð með það að hann sé að komast í sitt besta form en erum vonsvikin yfir því að hann hafi ekki getað tekið þátt áður vegna smávægilegra meiðsla.“

,,Það voru vonbrigði sem við deildum með félagsliði hans. Við erum öll að vinna saman. Þetta er ekki stríð við Manchester United, við erum ekki að reyna að ná fram hefndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“