fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Liverpool er til sölu

Victor Pálsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool á Englandi er til sölu en þetta fullyrðir bandaríski miðillinn New York Post í dag.

Eigandi Liverpool er bandaríski milljónamæringurinn John Henry sem á einnig hafnaboltaliðið Boston Red Sox.

Henry hefur verið eigandi Liverpool undanfarin átta ár en hann keypti félagið fyrir 477 milljónir dollara árið 2010.

Stuðningsmenn Liverpool virðast flestir vera ánægðir með störf Henry sem hefur leyft félaginu að kaupa marga góða leikmenn.

,,Félagið er til sölu ef hann getur fengið rétta upphæð,“ er haft eftir heimildarmanni NY Post.

Þrátt fyrir ágætis gengi undanfarin ár hefur vantað titlana á Anfield undir stjórn Jurgen Klopp.

Liverpool komst nálægt því að vinna Meistaradeildina á síðustu leiktíð en tapaði í úrslitum gegn Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer