433

Víkingur staðfestir að þeirra efnilegustu leikmenn verða áfram

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 11:21

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samninga sína við þrjá af efnilegustu leikmönnum félagsins. Bjarni Páll Runólfsson, Logi Tómasson og Örvar Eggertsson skrifuðu allir undir tveggja ára framlengingar á samningum sínum í vikunni.

Bjarni Páll er 22 ára miðjumaður sem kom við sögu í 18 leikjum í Pepsí deildinni síðastliðið sumar og skoraði 2 mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Víking sumarið 2014 og á alls 37 leiki að baki fyrir félagið í Íslandsmóti og Bikarkeppni.

Logi Tómasson er 18 ára gamall vinstri bakvörður sem lék 3 leiki fyrir Víking í Pepsí deildinni fyrri hluta síðasta tímabils en var lánaður til Þróttar í félagaskiptaglugganum í júlí. Hjá Þrótti spilaði hann 11 leiki í Inkasso deildinni. Logi á að baki 2 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands.

Örvar Eggertsson er 19 ára framherji sem spilaði 17 leiki í deild og bikar fyrir Víking í sumar og skoraði í þeim 3 mörk. Hann á samtals að baki 28 leiki og 3 mörk fyrir félagið í Íslandsmóti og bikarkeppni. Örvar hefur leikið 2 leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Ástæða þess að Mane fór grátandi af velli – Stuðningsmenn óánægðir með sinn mann

Ástæða þess að Mane fór grátandi af velli – Stuðningsmenn óánægðir með sinn mann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndi ekki fá sér kaffi með Neville – Hraunaði yfir hann í byrjun tímabils

Myndi ekki fá sér kaffi með Neville – Hraunaði yfir hann í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mætti Ronaldo í fyrsta sinn – Þorði ekki að tala við hann

Mætti Ronaldo í fyrsta sinn – Þorði ekki að tala við hann
433
Fyrir 10 klukkutímum

Cavani lét Neymar finna fyrir því – ,,Það eru engir vináttuleikir í fótbolta“

Cavani lét Neymar finna fyrir því – ,,Það eru engir vináttuleikir í fótbolta“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Hlustar PSG á Wenger? – Sagði þeim að sækja leikmann Arsenal

Hlustar PSG á Wenger? – Sagði þeim að sækja leikmann Arsenal
433Sport
Í gær

,,Bara því ég heiti Ibrahimovic?“ – Sjáðu magnað viðtal við Zlatan með með mikilvægum skilaboðum

,,Bara því ég heiti Ibrahimovic?“ – Sjáðu magnað viðtal við Zlatan með með mikilvægum skilaboðum
433
Í gær

Tobias Thomsen aftur í KR?

Tobias Thomsen aftur í KR?
433
Í gær

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld