433

Fyrirliði Stjörnunnar pakkar saman

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:59

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir mun ekki leika með liði Stjörnunnar í Pepsi-deildinni á komandi keppnistímabili. Ásgerður lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki í Stjörnunni árið 2005 og hefur hún því verið hluti af liðinu í 13 ár. Á þessum árum hefur hún leikið 271 meistaraflokksleik og skorað í þeim 37 mörk. Þá hefur hún jafnframt leikið 10 leiki með A-landsliði Íslands.

Á tíma sínum hjá Stjörnunni hefur Adda unnið fjóra Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitlla, auk sigra í deildarbikar og Meistarakeppni KSÍ. Meirihluta þessara bikara hefur hún lyft sem fyrirliði.

,,Knattspyrnudeild Stjörnunnar þakkar Ásgerði kærlega fyrir hennar mikilvæga framlag til árangurs liðsins á liðnum árum og starf hennar sem mikilvirks félagsmanns. Jafnframt óskar knattspyrnudeildin Öddu velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar.

,,Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á leikmannahópi Stjörnunnar undanfarin ár og er nú kominn til sögunnar öflugur kjarni yngri leikmanna sem í bland við reynslumeiri leikmenn myndar sterkt lið. Bindur knattspyrnudeildin miklar vonir við að þessir leikmenn muni blómstra undir handleiðslu nýs þjálfarateymis og berjast um þá titla sem í boði eru í kvennaknattspyrnu á Íslandi.“

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna
433
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu hvað Messi og Pogba gerðu í fríinu – Löng flugferð

Sjáðu hvað Messi og Pogba gerðu í fríinu – Löng flugferð
433
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu viðtalið við Hödda Magg – Erfiðleikar, ástríða og árangur

Sjáðu viðtalið við Hödda Magg – Erfiðleikar, ástríða og árangur
433
Fyrir 21 klukkutímum

U19 ára liðið tapaði fyrir Englandi í Tyrklandi

U19 ára liðið tapaði fyrir Englandi í Tyrklandi
433
Fyrir 23 klukkutímum

Það sem Klopp sendi nýja fyrirliðanum – Líkti honum við Braveheart

Það sem Klopp sendi nýja fyrirliðanum – Líkti honum við Braveheart
433
Fyrir 23 klukkutímum

Kom til Liverpool í sumar en strax orðaður við brottför – James til Englands?

Kom til Liverpool í sumar en strax orðaður við brottför – James til Englands?