433

Alexandra krotar undir nýjan samning í Kópavogi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 12:27

,,Með mikilli ánægju getur Breiðablik tilkynnt að Alexandra Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára,“ segir í yfirlýsingu Breiðabliks.

Alexandra er 18 ára gömul og kom til Breiðabliks frá Haukum síðasta vetur. Hún kom við sögu í 32 leikjum með Blikum á sínu fyrsta tímabili og skoraði í þeim 11 mörk. Hún var mikilvægur hlekkur í liði Blika sem varð Íslands- og bikarmeistari síðastliðið sumar og var meðal annars útnefnd efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ.

Alexandra var í haust valin í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikina gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM. Hún er jafnframt í æfingahópi landsliðsins sem kemur saman um helgina. Alexandra hefur verið fyrirliði U19 ára landsliðsins og var einnig fastamaður í U17 ára landsliðinu. Hún á alls að baki 39 leiki og 12 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

,,Blikar eru hæstánægðir að hafa endurnýjað samninginn við Alexöndru og að hún vilji halda áfram frekari framförum sínum innan félagsins. Hún sló rækilega í gegn á sínu fyrsta ári með liðinu og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í boltanum,“ segja Blikar.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Ástæða þess að Mane fór grátandi af velli – Stuðningsmenn óánægðir með sinn mann

Ástæða þess að Mane fór grátandi af velli – Stuðningsmenn óánægðir með sinn mann
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndi ekki fá sér kaffi með Neville – Hraunaði yfir hann í byrjun tímabils

Myndi ekki fá sér kaffi með Neville – Hraunaði yfir hann í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mætti Ronaldo í fyrsta sinn – Þorði ekki að tala við hann

Mætti Ronaldo í fyrsta sinn – Þorði ekki að tala við hann
433
Fyrir 10 klukkutímum

Cavani lét Neymar finna fyrir því – ,,Það eru engir vináttuleikir í fótbolta“

Cavani lét Neymar finna fyrir því – ,,Það eru engir vináttuleikir í fótbolta“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Hlustar PSG á Wenger? – Sagði þeim að sækja leikmann Arsenal

Hlustar PSG á Wenger? – Sagði þeim að sækja leikmann Arsenal
433Sport
Í gær

,,Bara því ég heiti Ibrahimovic?“ – Sjáðu magnað viðtal við Zlatan með með mikilvægum skilaboðum

,,Bara því ég heiti Ibrahimovic?“ – Sjáðu magnað viðtal við Zlatan með með mikilvægum skilaboðum
433
Í gær

Tobias Thomsen aftur í KR?

Tobias Thomsen aftur í KR?
433
Í gær

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld