fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433

Hamren fékk högg í fyrstu lotu – Hvaða breytingar gerir hann á hópi sínum?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. október 2018 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Erik Hamren, landsliðsþjálfari karla hefur allt að sanna eftir mjög svo erfiða byrjun í starfi.

Í fyrstu lotu sinni sem þjálfari karlalandsliðsins tapaði Ísland báðum leikjum sínum, 6-0 gegn Sviss og 0-3 gegn Belgíu.

Hamren velur næsta landsliðshóp sinn á morgun, fram undan eru leikir gegn Frakklandi og Sviss. Æfingaleikur gegn Heimsmeisturunum ytra og síðan er það Sviss í Þjóðadeildinni.

Fyrsti landsliðshópur Hamren var að mörgu leyti skrýtinn, þar vantaði lykilmenn. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson voru fjarverandi vegna meiðsla. Alfreð og Jóhann eru klárir í slaginn og líkur eru á að Aron verði með.

Háværar raddir heyrast og gera kröfu um það að Hamren fari að velja yngri menn í hópinn. Þar eru Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson nefndir til sögunnar.

Ljóst má vera að talverðar breytingar verða á hópnum hans Hamren en hann hafði aðeins verið í nokkra daga í starfi þegar hann og Freyr Alexandersson völdu sinn fyrsta hóp.

Markverðir
Hannes Þór Halldórsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Frederik Schram

Varnarmenn
Ari Freyr Skúlason
Hörður Björgvin Magnússon
Jón Guðni Fjóluson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Hólmar Örn Eyjólfsson
Birkir Már Sævarsson

Miðjumenn
Arnór Ingvi Traustason
Birkir Bjarnason
Emil Hallfreðsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúrik Gíslason
Guðmundur Þórarinsson
Theodór Elmar Bjarnason

Sóknarmenn
Björn Bergmann Sigurðarson
Kolbeinn Sigþórsson
Jón Daði Böðvarsson
Viðar Örn Kjartansson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum