fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
433

Karólína framlengir við Breiðablik – Faðir hennar byrjar að þjálfa hjá félaginu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. október 2018 09:59

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára.

Eftir að hafa komið frá FH síðasta vetur spilaði Karólína 27 leiki á sínu fyrsta ári með Blikum og skoraði í þeim 3 mörk.

Karólína er fædd árið 2001 en hefur engu að síður þriggja ára reynslu úr í meistaraflokki eftir að hafa spilað 30 leiki með FH áður en hún gekk í raðir okkar Blika. Hún hefur einnig verið í lykilhlutverki í yngri landsliðum Íslands, spilaði 26 leiki fyrir U17 ára landsliðið og á 8 leiki að baki fyrir U19 ára liðið. Í þessum landsleikjum hefur hún jafnframt skorað 12 mörk.

Karólína var fljót að láta til sín taka í Kópavoginum eftir komuna frá FH. Hún vann sér inn fast sæti í liðinu þegar leið á Íslandsmótið í sumar og var mikilvægur hlekkur í því að tryggja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn.

Á dögunum var faðir hennar, Vilhjálmur Kári Haraldsson ráðinn þjálfari Augnabliks og 2. flokks kvenna.

Augnablik leikur í næst efstu deild á næstu leiktíð eftir sigur í 2. deildinni í sumar.

Vilhjálmur var leikmaður á árum áður með Breiðabliki auk þess að þjálfa lengi hjá félaginu.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 12 klukkutímum

Real er með ‘besta leikmann heims’ en nota hann ekki

Real er með ‘besta leikmann heims’ en nota hann ekki
433
Fyrir 13 klukkutímum

Atletico tilbúið að skipta á leikmönnum við Chelsea – Tveir koma til greina

Atletico tilbúið að skipta á leikmönnum við Chelsea – Tveir koma til greina
433
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær hjálpar United við að fá norskt undrabarn: Liverpool og Everton hafa áhuga

Solskjær hjálpar United við að fá norskt undrabarn: Liverpool og Everton hafa áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frægir knattspyrnumenn taka þátt í 10 ára áskorun: Flestir hafa breyst mikið

Frægir knattspyrnumenn taka þátt í 10 ára áskorun: Flestir hafa breyst mikið
433
Fyrir 19 klukkutímum

Emery vongóður um að Suarez komi í janúar

Emery vongóður um að Suarez komi í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Liverpool fullyrðir að liðið muni ekki misstíga sig: Við verðum meistarar

Stjarna Liverpool fullyrðir að liðið muni ekki misstíga sig: Við verðum meistarar
433
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho
433Sport
Í gær

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði