433

Karólína framlengir við Breiðablik – Faðir hennar byrjar að þjálfa hjá félaginu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. október 2018 09:59

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára.

Eftir að hafa komið frá FH síðasta vetur spilaði Karólína 27 leiki á sínu fyrsta ári með Blikum og skoraði í þeim 3 mörk.

Karólína er fædd árið 2001 en hefur engu að síður þriggja ára reynslu úr í meistaraflokki eftir að hafa spilað 30 leiki með FH áður en hún gekk í raðir okkar Blika. Hún hefur einnig verið í lykilhlutverki í yngri landsliðum Íslands, spilaði 26 leiki fyrir U17 ára landsliðið og á 8 leiki að baki fyrir U19 ára liðið. Í þessum landsleikjum hefur hún jafnframt skorað 12 mörk.

Karólína var fljót að láta til sín taka í Kópavoginum eftir komuna frá FH. Hún vann sér inn fast sæti í liðinu þegar leið á Íslandsmótið í sumar og var mikilvægur hlekkur í því að tryggja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn.

Á dögunum var faðir hennar, Vilhjálmur Kári Haraldsson ráðinn þjálfari Augnabliks og 2. flokks kvenna.

Augnablik leikur í næst efstu deild á næstu leiktíð eftir sigur í 2. deildinni í sumar.

Vilhjálmur var leikmaður á árum áður með Breiðabliki auk þess að þjálfa lengi hjá félaginu.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

McAusland fær leyfi til að ræða við önnur félög – Vill spila í efstu deild

McAusland fær leyfi til að ræða við önnur félög – Vill spila í efstu deild
433
Fyrir 7 klukkutímum

,,Hættið að gagnrýna De Gea“ – Hefur áhrif á allt liðið

,,Hættið að gagnrýna De Gea“ – Hefur áhrif á allt liðið
433Sport
Í gær

Er Gylfi Þór vanmetinn leikmaður? – Tölfræðin vekur athygli

Er Gylfi Þór vanmetinn leikmaður? – Tölfræðin vekur athygli
433Sport
Í gær

,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda

,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda
433
Í gær

Stóðst ekki væntingar hjá Manchester United – ,,Þetta gerðist of hratt“

Stóðst ekki væntingar hjá Manchester United – ,,Þetta gerðist of hratt“
433
Í gær

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna