433

Telur að Mourinho muni snúa aftur – Alba til Englands?

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. október 2018 10:00

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn hefur lokað en það er samt alltaf fullt af sögum enda hætta erlend blöð aldrei að grafa upp sögurnar sem fljúga.

Hér má sjá pakka dagsins.

Dele Alli, leikmaður Tottenham, er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Sky Sports)

Tottenham hefur einnig áhuga á að fá sóknarmanninn Malcom sem spilar með Barcelona en hann fær lítið að spila. (Corriere dello Sport)

Mousa Dembele, leikmaður Tottenhma, er efstur á listanum yfir leikmenn sem félagið vill losna við næsta sumar. (Sun)

Manchester United gæti enn átt möguleika á að fá Jordi Alba frá Barcelona í janúar en spænska félagið vill ekki bjóða honum nýjan samning fyrr en næsta sumar. (Diario Sport)

Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, telur að Jose Mourinho muni á endanum snúa aftur til félagsins. (ESPN)

Ruben Loftus-Cheek hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að fara annað á láni í janúar og vill halda áfram að læra af Maurizio Sarri. (Evening Standard)

Bayern Munchen hefur blandað sér í baráttuna um varnarmanninn Nikola Milenkovic hjá Fiorentina. Manchester United hefur einnig áhuga. (Calcio Mercato)

West Ham gæti borgað 33 milljónir punda fyrir Miguel Almiron, 24 ára gamlan miðjumann Atlanta United. (Ultima Hora)

Newcastle íhugar að reyna að ráða Leonardo Jardim, fyrrum stjóra Monaco en Leicester hefur einnig áhuga. (Le10Sport)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna
433
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu hvað Messi og Pogba gerðu í fríinu – Löng flugferð

Sjáðu hvað Messi og Pogba gerðu í fríinu – Löng flugferð
433
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu viðtalið við Hödda Magg – Erfiðleikar, ástríða og árangur

Sjáðu viðtalið við Hödda Magg – Erfiðleikar, ástríða og árangur
433
Fyrir 21 klukkutímum

U19 ára liðið tapaði fyrir Englandi í Tyrklandi

U19 ára liðið tapaði fyrir Englandi í Tyrklandi
433
Fyrir 23 klukkutímum

Það sem Klopp sendi nýja fyrirliðanum – Líkti honum við Braveheart

Það sem Klopp sendi nýja fyrirliðanum – Líkti honum við Braveheart
433
Fyrir 23 klukkutímum

Kom til Liverpool í sumar en strax orðaður við brottför – James til Englands?

Kom til Liverpool í sumar en strax orðaður við brottför – James til Englands?