433

Jón Þór: Hef aldrei skilgreint mig sem karlaþjálfara eða kvennaþjálfara

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. október 2018 14:22

KSÍ hefur staðfest ráðningu sína á næsta kvennalandsliðsþjálfara, það er Jón Þór Hauksson sem tekur við starfinu.

Jón Þór var síðasti þjálfari hjá Stjörnunni í Pepsi deild karla en áður starfaði hann hjá ÍA. Ian Jeffs mun aðstoða hann.

,,Ég er spenntur, þetta eru frábærir leikmenn, Frábært lið, ég hef komið að starfi í uppbyggingu í karla og kvennafótbolta. Ég hef víðtæka reynslu,“ sagði Jón Þór.

,,Ég hef aldrei skilgreint mig sem karlaþjálfara eða kvennaþjálfara, ég er knattspyrnuþjálfari. Verkefnin geta verið mismunandi, mismunandi leikmenn Ég get ekki séð mun á milli karla og kvenna, fótbolti er fótbolti. Ég þarf að kynnast leikmönnum og þeir mér.“

Jón Þór setur stenfuna á Evrópumótið árið 2021.

,,Við Íslendingar erum komnir á þann stað, að komast á lokakeppni EM og HM. Það hefur verið frábær árangur undanfarið, það er okkar markmið.“

Jón Þór á eftir að ræða við leikmenn liðsins. ,,Ég hef ekki heyrt í þeim, það er næst á dagskrá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433
Fyrir 14 klukkutímum

Fundaði með blaðamanni – Sér eftir að hafa slegið til hans

Fundaði með blaðamanni – Sér eftir að hafa slegið til hans
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo fór á skeljarnar

Ronaldo fór á skeljarnar
433
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney segir Guardiola og Klopp hjálpa enska landsliðinu

Rooney segir Guardiola og Klopp hjálpa enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fimm hlutir sem gera N´Golo Kante að ljúfasta knattspyrnumanni í heimi

Fimm hlutir sem gera N´Golo Kante að ljúfasta knattspyrnumanni í heimi