fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
433

Gagnrýnir Pogba endalaust en segist hugsa það sama og Mourinho – ,,Hlustaðu og lærðu“

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. október 2018 20:10

Graeme Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gagnrýnt Paul Pogba, leikmann Manchester United, margoft á leiktíðinni.

Souness var mættur í settið hjá Sky í kvöld og ræddi Pogba enn eina ferðina og mistökin sem hann gerði á laugardag.

Pogba átti að vera að dekka Antonio Rudger, leikmann Chelsea, er hann skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu.

Souness telur að United sé búið að missa þolinmæðina gagnvart Pogba og er ekki viss um að hann fái fleiri sénsa.

,,Ég held að þeir séu búnir að missa þolinmæðina gagnvart Pogba. Þú getur ekki, sem þjálfari, endalaust sagt ‘Þetta er það sem þú þarft að gera,’ sagði Souness.

,,Eins og Joe Fagan myndi segja, hinn frábæri Joe Fagan ‘Við segjum þér þetta einu sinni, við segjum þér þetta tvisvar en ef þú nærð þessu ekki þá verðuru ekki hér mikið lengur’. Það er svo harkalegt.

,,Þessi strákur býr yfir frábærum íþróttaeiginleikum. Hann er 1,91 metrar á hæð og ég er viss um að hann geti hoppað hæð sína og hlaupið eins og vindurinn. Þetta var gert fyrir hann.“

,,Þú þarft ekki að vera svo stór til að koma í veg fyrir að einhver nái skalla að markinu þínu. Einhver í minni hæð hefði getað stoppað Rudiger ef viljinn væri til staðar.“

,,Hann er með frábæra tækni og íþróttaeiginleika en hann gerir auðveldu hlutina ekki rétt. Þetta er samt góður leikmaður.“

,,Það er horft á mig sem hans stærsta gagnrýnenda en Jose Mourinho er ekki ánægður með hann. Ég hef verið þjálfari og hugsa það sama og hann, ‘Þvílíkur leikmaður sem hann gæti verið ef hann myndi bara hlusta og læra.’

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði
433
Fyrir 16 klukkutímum

De Gea birti fallega kveðju: Við munum sakna þín

De Gea birti fallega kveðju: Við munum sakna þín
433
Fyrir 18 klukkutímum

Steven Caulker fann sér nýtt félag

Steven Caulker fann sér nýtt félag
433
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City festi kaup á japönskum varnarmanni

Manchester City festi kaup á japönskum varnarmanni
433
Fyrir 20 klukkutímum

Kane lengi frá vegna meiðsla

Kane lengi frá vegna meiðsla
433
Fyrir 20 klukkutímum

Gat lítið hjá Boro en er nú efstur á óskalista Barcelona

Gat lítið hjá Boro en er nú efstur á óskalista Barcelona
433
Fyrir 23 klukkutímum
Coutinho saknar Klopp