433

Luiz: United vildi ekki spila

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. október 2018 19:00

David Luiz, leikmaður Chelsea, segir að Manchester United hafi ekki viljað spila í gær er liðin áttust við á Stamford Bridge.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Luiz segir að heimamenn hafi verið mun sterkari og að United hafi aðeins notað skyndisóknir til að reyna að vinna.

,,Við reyndum að vinna leikinn alveg frá byrjun,“ sagði Luiz í samtali við heimasíðu Chelsea.

,,Við stjórnuðum leiknum, við vorum með boltann og reyndum að finna svæði til að skora mörk.“

,,Þeir komu hingað með ákveðið leikplan sem var bara að reyna að verjast og nota skyndisóknir.“

,,Í fyrri hálfleik var bara eitt lið sem reyndi að spila. Við hefðum getað gert betur með því að skora annað markið til aðdrepa leikinn.“

,,Það er þó aldrei auðvelt að vinna í úrvalsdeildinni, sérstaklega gegn stóru liði.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Wenger óttast vélmenni – Svona lítur framtíðin út

Wenger óttast vélmenni – Svona lítur framtíðin út
433
Fyrir 6 klukkutímum

McAusland fær leyfi til að ræða við önnur félög – Vill spila í efstu deild

McAusland fær leyfi til að ræða við önnur félög – Vill spila í efstu deild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óli Jó vildi ekki fá Hörð til starfa – ,,Samband okkar hefur alltaf verið eldfimt“

Óli Jó vildi ekki fá Hörð til starfa – ,,Samband okkar hefur alltaf verið eldfimt“
433
Fyrir 10 klukkutímum

Bestu eiginleikar Jurgen Klopp – Svona er að vinna með honum

Bestu eiginleikar Jurgen Klopp – Svona er að vinna með honum