fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
433

Hörmuleg tölfræði Real Madrid

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. október 2018 16:30

Það gengur ekkert hjá liði Real Madrid þessa stundina en liðið leikur í dag undir stjórn Julen Lopetegui.

Lopetegui tók við keflinu hjá Real í sumar en hann var áður þjálfari spænska landsliðsins en var látinn fara fyrir HM í Rússlandi.

Það er óhætt að segja að gengi Real sé óásættanlegt og hefur liðið tapað þremur deildarleikjum eftir níu umferðir.

Liðið er þá án sigurs í síðustu fimm leikjum sínum ef skoðað er allar keppnir. Vandræðin eru mikil á Santiago Bernabeu.

Real fékk lið Levante í heimsókn í dag en gestirnir höfðu að lokum betur með tveimur mörkum gegn einu.

Tölfræði Real í síðustu fimm leikjum er hörmuleg en liðið hefur tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli.

Þá hefur liðinu aðeins tekist að skora eitt mark, það gerði Marcelo í tapi dagsins. Liðið hefur fengið á sig sjö mörk í þessum fimm leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 12 klukkutímum

Real er með ‘besta leikmann heims’ en nota hann ekki

Real er með ‘besta leikmann heims’ en nota hann ekki
433
Fyrir 13 klukkutímum

Atletico tilbúið að skipta á leikmönnum við Chelsea – Tveir koma til greina

Atletico tilbúið að skipta á leikmönnum við Chelsea – Tveir koma til greina
433
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær hjálpar United við að fá norskt undrabarn: Liverpool og Everton hafa áhuga

Solskjær hjálpar United við að fá norskt undrabarn: Liverpool og Everton hafa áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frægir knattspyrnumenn taka þátt í 10 ára áskorun: Flestir hafa breyst mikið

Frægir knattspyrnumenn taka þátt í 10 ára áskorun: Flestir hafa breyst mikið
433
Fyrir 19 klukkutímum

Emery vongóður um að Suarez komi í janúar

Emery vongóður um að Suarez komi í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Liverpool fullyrðir að liðið muni ekki misstíga sig: Við verðum meistarar

Stjarna Liverpool fullyrðir að liðið muni ekki misstíga sig: Við verðum meistarar
433
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho
433Sport
Í gær

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði